Skurðlæknar sem panta í gegnum dreifingaraðila flytjast yfir á síðuna Pre-Order Confirmation (forpöntunarstaðfesting) þegar þeir hafa lagt inn pöntun.
Á þessari síðu er að finna allar upplýsingar um forpöntunina þína, þar á meðal:
- Pre-Order Date (forpöntunardagsetning)
- Expiration Date (fyrningardagsetning)
- Customer (viðskiptavinur)
- Pre-Order Status (staða forpöntunar)
- Lenses in the Pre-Order (linsuígræði í forpöntuninni)
Þessar sömu upplýsingar eru alltaf aðgengilegar á síðunni Pre-Order Details (upplýsingar um forpöntun). Linsuígræðið verður áfram forpantað í tiltekinn tíma, allt eftir gildandi samkomulagi á þínu svæði. Ef forpöntuð linsuígræði eru ekki pöntuð af dreifingaraðila þínum fyrir fyrningardagsetningu verður sjálfkrafa hætt við forpöntunina.
