Hvernig á að ganga frá kaupum á linsuígræðum
Þegar þú vilt ganga frá kaupum á linsuígræðunum sem þú settir í innkaupakörfuna þína skaltu fylgja þessum skrefum:
Smelltu á hnappinn Checkout (ljúka kaupum) á skjámynd fyrir Shopping cart (karfa).
Þá verður þú flutt(ur) í fyrsta skrefið í greiðsluferlinu, Shipping Details (upplýsingar um viðtakanda).

Veldu viðeigandi Destination (áfangastað) úr fellivalmyndunum.
Heimilisfang viðtakanda er þegar vistað í kerfinu.

Veldu viðeigandi Shipping method (sendingarmáta) úr fellivalmyndinni. Smelltu á Next (næsta) til að halda áfram.
Ath: Þú getur bætt við eða breytt leiðbeiningum um afhendingu eftir þörfum.

Staðfestu Billing Details (reikningsupplýsingar). Smelltu á Next (næsta) til að halda áfram.
Ath: Þú getur bætt við greiðsluleiðbeiningum eftir þörfum.

Færðu inn purchase order number (pöntunarnúmer) á síðunni Payment Details (greiðsluupplýsingar). Smelltu á Next (næsta) til að halda áfram.
Pöntunarnúmerið er nauðsynlegt til að hægt sé að halda áfram í næsta skref ferlisins.
Ath: Þú getur bætt við athugasemdum varðandi greiðsluupplýsingarnar eftir þörfum.

Yfirfarðu vörurnar og staðfestu.
Ef þú þarft að gera breytingar í greiðsluferlinu getur þú smellt á hnappinn Previous (fyrri) til að fara aftur á fyrri síður. Ef þú vilt Edit cart (breyta innihaldi körfunnar) eða Continue shopping (versla meira) skaltu smella á viðkomandi hnappa.

Þegar þú hefur staðfest allar vörur skaltu smella á gátreitinn til að samþykkja Terms & Conditions (skilmála og skilyrði) STAAR Surgical.

Smelltu á hnappinn Place order (panta) til að ganga frá kaupunum.

Hvernig á að afturkalla pöntun á linsuígræðum
Ef þú þarft að afturkalla pöntunina skaltu hafa samband við þjónustudeildina með því að senda tölvupóst á customerservice.ag@staar.com.
Skurðlæknar sem panta í gegnum dreifingaraðila: Hvernig á að forpanta
Þegar þú vilt leggja inn forpöntun á linsuígræðunum sem þú settir í innkaupakörfuna þína skaltu fylgja þessum skrefum:
Smelltu á hnappinn Pre-Order (forpöntun) á skjámynd fyrir Shopping cart (karfa).

Smelltu á „Yes“ (já) til að senda forpöntunina.
Þegar forpöntunin hefur verið gerð er aðeins hægt að hætta við með því að leggja fram beiðni um afturköllun hjá þínum dreifingaraðila.
Ath: Þú getur smellt á „No“ (nei) ef þú vilt hætta við aðgerðina.

Forpantanir eru sendar til þíns dreifingaraðila sem afgreiðir þær. Ef forpöntuð linsuígræði eru ekki pöntuð af dreifingaraðila þínum fyrir fyrningardagsetningu verður sjálfkrafa hætt við forpöntunina.
Skurðlæknar sem panta í gegnum dreifingaraðila: Hvernig á að afturkalla forpöntun
Ef þú þarft að afturkalla forpöntun skaltu hafa samband við dreifingaraðilann þinn.