Raða og leita að tilkynningum
Sjálfgerið er að tilkynningar séu flokkaðar eftir nýjustu efst. Hægt er að raða listanum í hækkandi eða lækkandi röð með því að smella á textann eða samsvarandi ör fyrir eftirfarandi flokka:
- Date (dagsetning)
- Created by (búið til af)
- Order/Reservation Number (pöntunarnúmer/frátekningarnúmer)
- Patient ID (auðkenni sjúklings)
- Status (staða)
- Surgeon (skurðlæknir)
Til að leita að ákveðinni tilkynningu smellir þú á leitarreitinn og notar breytur eins og Name (nafn), Status (staða), Number (númer) eða Patient ID (auðkenni sjúklings). Á síðunni birtist tilkynning sem passar við breytuna sem var notuð.

Hægt er að opna síður með ítarupplýsingum á flipanum mælaborð
Flipinn Dashboard (mælaborð) inniheldur texta textatengla sem hægt er að smella á til að skoða ítarlegri upplýsingar um tilkynningar, ítarupplýsingar um pöntun/frátekt, ítarupplýsingar um sjúkling eða ítarupplýsingar um skurðlækni.

Hnappar
1. + Add new patient (bæta við nýjum sjúklingi): nýr sjúklingur skráður í kerfinu 2. Filters(síur): sía tilkynningar eftir við stofnanda og/eða stöðu 3. Eyða: fjarlægja tilkynningu af skjánum 4. Checkout (ljúka kaupum): opnar núverandi innkaupakörfu 5. Hjálp: veitir aðgang að leiðbeiningunum sem leiðbeina um notkun Stella™ ICL-skipulagskerfisins og reiknivélarinnar 6. Skipta um viðskiptavin eða skurðlækni: velja annan reikning viðskiptavinar eða annan lækni til að skoða 7. Sign out (útskráning): skráir þig út af núverandi reikningi 8. Síðunúmer: Flettu í gegnum mismunandi síður tilkynninga með því að smella á númer síðunnar eða örvarhnappana

Stöðuvísar
Á flipanum Dashboard (mælaborð) milliliðalaus viðskiptavinar er hægt að skoða pöntunarstöðu fyrir linsuígræðin. Möguleg staða getur verið:
Reservation Notifications (tilkynningar um frátektir)
- Reserved (frátekin): Það tókst að taka vöruna frá. Linsuígræðið verður áfram tekið frá í tiltekinn tíma, allt eftir gildandi samkomulagi á þínu svæði.
- In cart (í körfu): Frátekna linsuígræðið er komið í innkaupakörfu og hægt er að ganga frá pöntun
- Ordered (pantað): Frátekið linsuígræði hefur verið pantað
- Canceled (hætt við): Hætt var við frátekt
Order Notifications (Tilkynningar um pöntun)
- Ordered (pantað): það tókst að leggja inn pöntunina