Kafli 1: Kynning á Stella™
Velkomin(n) í Stella™ frá STAAR Surgical™. Þessar gagnvirku leiðbeiningar veita yfirsýn yfir hvernig á að nota Stella™ til að auðvelda útreikninga og pöntun á kúptum linsuígræðum (þ.m.t. Visian ICL, ef það er í boði í þínu landi) og sjónskekkjulinsuígræðum frá EVO.
Stella™ færir þér:
- Aðgang allan sólarhringinn að STAAR ICL útreikningaverkfærinu á netinu
- Aðgang að einföldu ICL-pöntunarferli
- Tafarlaust yfirlit yfir í birgðastöðu linsuígræða og pantanir í rauntíma
- Ráðlagðir ICL-styrkleiki og lengd miðað við gögn um sjúklinginn (sveigjanleiki til að velja linsuígræði fyrir sjúklinginn)
- Skýringarmynd af stefnu ígræðis (IOD) eða skýringarmynd af kúptu ígræði (SID) eru aðgengilegar til að auðvelda skipulag aðgerðarinnar
Hafðu í huga að reiknivélin í Stella™ hefur verið endurbætt til að bæta notendaupplifun en reikniritið sem reiknivélin notar er óbreytt og mun skila sömu niðurstöðum og OCOS.
Innskráning
Sem skurðlæknir þarft þú lækningaleyfi til að fá aðgang að þessum hugbúnaði. Tæknimenn eða starfsfólk heilsugæslustöðva geta einnig fengið heimild til innskráningu í þennan hugbúnað að því tilskildu að það tengist skurðlækni með lækningaleyfi.
Innskráningarupplýsingar eru sendar úr þjónustuveri STAAR Surgical™ (customerservice.ag@staar.com) eftir að þú hefur horft á nauðsynleg þjálfunarmyndbönd í fræðslumiðstöðinni STAAR Education Center.

Gleymt aðgangsorð
Ef þú gleymir aðgangsorðinu:
- Smelltu á I lost my password (ég glataði aðgangsorðinu mínu) á innskráningarskjánum til að endurstilla aðgangsorðið
- Sláðu inn netfangið þitt
- Smelltu á hnappinnSend password reset (senda tengil til að endurstilla aðgangsorð)
Þú færð sendan tölvupóst með leiðbeiningum um hvernig á að endurstilla aðgangsorðið þitt. Skoðaðu pósthólfið þitt og ef enginn tölvupóstur birtist þar skaltu kíkja í ruslpósthólfið

Notendahlutverk
Eiginleikarnir sem boðið er upp á í Stella™ eru mismunandi, allt eftir því hvort notandahlutverk þitt er milliliðalaus viðskiptavinur, skurðlæknir sem pantar í gegnum dreifingaraðila eða dreifingaraðili. Hafðu þetta í huga, þar sem sumir hlutar leiðbeininganna eiga hugsanlega ekki við um þitt hlutverk.
Almenna persónuverndarreglugerðin
Almenna persónuverndarreglugerðin (GDPR) birtist þegar þú skráir þig inn á aðganginn þinn í fyrsta skipti. Til að fá aðgang að Stella™ þarf að uppfylla kröfurnar í GDPR. Þegar þú hefur lesið og samþykkt skilaboðin geturðu haldið áfram á síðuna. Þessi skilaboð birtast aðeins einu sinni.
Fyrstu GDPR-skilaboðin:

Önnur GDPR-skilaboðin:

Val á lækni eða reikningi viðskiptavinar
Aðgangar fyrir marga lækna eða viðskiptavini er hægt að velja hvaða skurðlækni eða viðskiptavin skal nota í valmyndinni Select (velja). Til að velja aðgang til að skoða:
- Smelltu á heiti skurðlæknis eða viðskiptavinar af listanum
- Smelltu á View Dashboard (sjá mælaborð)
Þú getur valið að gera þetta val að sjálfvöldum aðgangi með því að smella á gátreitinn Make this my default selection (gera þetta sjálfvalið). Þú getur hvenær sem er breytt valinu með því að taka hakmerkið af reitnum fyrir Make this my default selection (gera þetta að sjálfgefnu vali) á reikningnum eða með því að velja annan lækni eða viðskiptavin af listanum.

Ef þú hefur skráð þig inn með völdum aðgangi er einnig auðvelt að breyta þessu vali með því að nota hnappinn skipta um aðgang viðskiptavinar eða læknis. Til að skipta á fljótlegan hátt milli reikninga afyfirlitsstikunni:
- Smelltu á hnappinn til að breyta aðgangi viðskiptavinar eða læknis
- Smelltu á heiti skurðlæknis eða viðskiptavinar af listanum
- Smelltu á View Dashboard (sjá mælaborð)

Samþykki
Skilaboðin um Acknowledgement (viðurkenning) eru áskilinn fyrirvari fyrir Stella™ ICL-áætlanagerðarkerfið. Lestu skilaboðin vandlega og smelltu því næst á Acknowledge and Continue (staðfesta og halda áfram). Þessi skilaboð þarf að samþykkja í hvert sinn sem notandi skráir sig inn til að fá aðgang að vefsvæðinu.

Hvernig á að breyta tungumáli í Stella™
Tungumálið sem notað er í Stella™ er sjálfgefið sama tungumál og þú velur að nota í kerfinu okkar. Ef þú vilt breyta tungumálastillingum þínum skaltu hafa samband við þjónustudeildina með því að senda tölvupóst á customerservice.ag@staar.com.
Yfirlitsstika fyrir Stella™
Yfirlitsstikan efst á síðunni veitir þér aðgang að mismunandi eiginleikum Stella™. Tiltækir hnappar á yfirlitsstikunni eru:
Milliliðalausir viðskiptavinir
1. Lógó fyrir Stella™: Beinir notandanum á mælaborðið 2. Mælaborð: Sýnir tilkynningar um frátektir valins læknis/viðskiptavinar, tilkynningar um pantanir og mikilvæg skilaboð til notenda 3. Sjúklingar: Inniheldur lista yfir valda virka sjúklinga læknis/viðskiptavinar 4. Pantanir: Inniheldur lista yfir valdar pantanir læknis/viðskiptavinar 5. Frátektir: Inniheldur lista yfir valdar frátektir læknis/viðskiptavinar 6. Læknar: Inniheldur lista yfir lækna sem tilheyra þínum reikningi 7. Birgðastaða (ef við á): Inniheldur upplýsingar um birgðastöðu fyrir kúpt linsuígræði 8. Checkout (ljúka kaupum): opnar núverandi innkaupakörfu 9. Hjálp: veitir aðgang að leiðbeiningunum sem leiðbeina um notkun Stella™ ICL-skipulagskerfisins og reiknivélarinnar 10. Skipta um viðskiptavin eða lækni: velja að skoða annan reikning viðskiptavinar eða annan lækni 11. Sign out (útskráning): skráir þig út af núverandi reikningi

Læknar sem panta í gegnum dreifingaraðila
1. Lógó fyrir Stella™: Beinir notandanum á mælaborðið 2. Mælaborð: Sýnir tilkynningar um frátektir valins læknis/viðskiptavinar, tilkynningar um pantanir og mikilvæg skilaboð til notenda 3. Sjúklingar: Inniheldur lista yfir valda virka sjúklinga læknis/viðskiptavinar 4. Forpantanir: Inniheldur lista yfir forpantanir þínar 5. Frátektir: Inniheldur lista yfir forpantaðar frátektir 6. Læknar: Inniheldur lista yfir lækna sem tilheyra þínum reikningi 7. Checkout (ljúka kaupum): opnar núverandi innkaupakörfu 8. Hjálp: veitir aðgang að leiðbeiningunum sem leiðbeina um notkun Stella™ ICL-skipulagskerfisins og reiknivélarinnar 9. Skipta um viðskiptavin eða lækni: velja að skoða annan reikning viðskiptavinar eða annan lækni 10. Sign out (útskráning): skráir þig út af núverandi reikningi

Dreifingaraðilar
1. Lógó fyrir Stella™: Beinir notandanum á mælaborðið 2. Mælaborð: Sýnir tilkynningar um frátektir valins læknis/viðskiptavinar, tilkynningar um pantanir og mikilvæg skilaboð til notenda 3. Sjúklingar: Inniheldur lista yfir valda virka sjúklinga læknis/viðskiptavinar 4. Pantanir: Inniheldur lista yfir pantanir sem þú hefur lagt inn fyrir lækna sem tengjast þér 5. Frátektir: Inniheldur lista yfir forpantanir sem læknar sem tengjast þér hafa gert og þínar frátektir 6. Læknar: Inniheldur lista yfir lækna sem tengjast þér 7. Checkout (ljúka kaupum): opnar núverandi innkaupakörfu 8. Hjálp: veitir aðgang að leiðbeiningunum sem leiðbeina um notkun Stella™ ICL-skipulagskerfisins og reiknivélarinnar 9. Skipta um viðskiptavin eða lækni: velja að skoða annan reikning viðskiptavinar eða annan lækni 10. Sign out (útskráning): skráir þig út af núverandi reikningi

Mikilvæg ábending um hnappinn til að endurnýja
Þegar þú vafrar um Stella™ skaltu ekki nota hnappinn til að endurnýja í vafranum, heldur fylgja ævinlega leiðbeiningunum í hugbúnaðinum til að halda áfram. Óþarfa endurnýjun vafra getur hreinsað óvistuð gögn eða truflað verkflæði reiknivélarinnar.
Samskiptaupplýsingar fyrir þjónustu
Netfang: customerservice.ag@staar.com
Símanúmer: +41 32 332 8888
Notkunarleiðbeiningar
Opnaðu vefsíðu STAAR Surgical™ eDFU á edfu.staar.com.