Aðgangur að síðum með ítarupplýsingum

Á síðunni Order Details (pöntunarupplýsingar) er að finna textatengla sem hægt er að smella á til að skoða ítarlegri upplýsingar um sjúklinga, útreikninga og skurðlækna.

Ath: Útreikningurinn er læstur fyrir pantanir sem fluttar eru inn úr OCOS og ekki er hægt að nálgast hann í gegnum textatengla. Hins vegar má afrita innflutta OCOS-útreikninga í nýtt sett af gögnum um undirbúning aðgerðar. Nánari upplýsingar er að finna í Hvernig á að afrita vistuð gögn um undirbúning aðgerðar í nýtt sett.

alt_text

Hnappar

1. IOD/SID: kallar fram skjámynd með sprettiglugga fyrir IOD/SID. Á þeirri skjámynd er hægt að búa til IOD/SID. 2. Checkout (ljúka kaupum): opnar núverandi innkaupakörfu 3. Hjálp: veitir aðgang að leiðbeiningunum sem leiðbeina um notkun Stella™ ICL-skipulagskerfisins og reiknivélarinnar 4. Skipta um viðskiptavin eða skurðlækni: velja að skoða annan reikning viðskiptavinar eða annan lækni 5. Sign out (útskráning): skráir þig út af núverandi reikningi

alt_text

Stöðuvísar

Stöðuvísir sýnir stöðu pöntunarinnar. Möguleg staða pantana er:

  • Ordered (pantað): það tókst að leggja inn pöntunina
  • Shipped (send): pöntunin hefur verð send
  • Canceled (hætt við): hætt hefur verið við pöntunina samkvæmt beiðni þjónustudeildar

Hafðu í huga að þær breytingar sem STAAR Surgical gerir á pöntuninni munu ekki birtast í þessari pöntunarstaðfestingu. Uppfærðar pöntunarupplýsingar er að finna á vörureikningnum.