Raða og leita að pöntunum
Sjálfgerið er að Order List (pantanalisti) sé flokkaður eftir nýjustu efst. Hægt er að raða listanum í hækkandi eða lækkandi röð með því að smella á textann eða samsvarandi ör fyrir eftirfarandi flokka:
- Ordered Date (dagsetning pöntunar)
- Order Number (pöntunarnúmer)
- PO Number (númer innkaupapöntunar)
- Status (staða)
Til að leita að ákveðinni pöntun smellir þú á leitarreitinn og notar breytuna pöntunarnúmer. Á síðunni birtist pöntun sem passar við breytuna sem var notuð.

Aðgangur að síðum með ítarupplýsingum
Á Orders (pöntunarflipanum) er textatengill sem þú getur smellt á til að sjá ítarlegri pöntunarupplýsingarnar.

Hnappar
1. Checkout (ljúka kaupum): opnar núverandi innkaupakörfu 2. Hjálp: veitir aðgang að leiðbeiningunum sem leiðbeina um notkun Stella™ ICL-skipulagskerfisins og reiknivélarinnar 3. Skipta um viðskiptavin eða skurðlækni: velja að skoða annan reikning viðskiptavinar eða annan lækni 4. Sign out (útskráning): skráir þig út af núverandi reikningi 5. Síðunúmer: fletta í gegnum mismunandi síður pantana með því að smella á númer síðunnar eða örvahnappana

Stöðuvísar
Stöðuvísir sýnir stöðu pöntunarinnar. Möguleg staða pantana er:
- Ordered (pantað): það tókst að leggja inn pöntunina
- Shipped (send): pöntunin hefur verð send
- Canceled (hætt við): hætt hefur verið við pöntunina samkvæmt beiðni þjónustudeildar