Hvernig á að prenta skýrslu
Þegar gögn um undirbúning aðgerðar hafa verið vistuð skal reikna út styrk linsuígræðis og panta / taka frá linsuígræði. Þú getur prentað út skýrslu um útreikning/pöntun með samantekt á öllum tiltækum upplýsingum um undirbúning aðgerðar, útreikninga og linsuígræði.
Til að prenta skýrslu:
Smelltu á hnappinn Print Report (prenta skýrslu) á yfirlitsstikunni á útreikningaskjánum eða áprentaratáknið undir Calculations (útreikningar) á flipanum Patients (sjúklingar).
Ath: Hnappurinn Print Report (prenta skýrslu) birtist ekki fyrr en þú hefur vistað gögn um undirbúning aðgerðar í reiknivélinni.
Hnappurinn Print Report (prenta skýrslu) býr til skýrslu um Calculation/Order (útreikning/pöntun) í nýjum glugga.
Þegar opnað er í gegnum útreikningaskjáinn:

Sæktu eða prentaðu PDF-skýrsluna um Calculation/Order (útreikning/pöntun) með því að smella á hnappinn sækja eða prenta.
Þú getur prentað út pappírseintak af skýrslunni eða hlaðið niður PDF-skjalinu og vistað það á þinni tölvu eða á sameiginlegu drifi á læknastofunni þinni.
Þegar opnað er í gegnum Google Chrome:

Skýrsla um útreikning/pöntun
Skýrslan um Calculation/Order (útreikning/pöntun) sýnir yfirlit um öll tiltæk gögn um undirbúning aðgerðar fyrir sjúkling, valið linsuígræði samkvæmt útreikningum og pöntuð/frátekin linsuígræði samkvæmt útreikningunum. Upplýsingarnar í hlutanum Lenses (linsuígræði) sýna líka hvort framkvæma þarf lithimnuskurð (peripheral iridotomy, PI) fyrir aðgerð.
