Aðgangur að síðum með ítarupplýsingum

Á síðunni Reservation Details (upplýsingar um frátekt) er að finna tenglatexta sem þú getur smellt á til að skoða ítarlegri upplýsingar um sjúklinga, útreikninga, skurðlækna og pöntun (ef við á).

alt_text

Athugaðu: Útreikningurinn er læstur fyrir frátektir sem fluttar eru inn frá OCOS og ekki er hægt að nálgast hann í gegnum tenglatextann. Hins vegar má afrita innflutta OCOS-útreikninga í nýtt sett af gögnum um undirbúning aðgerðar. Nánari upplýsingar er að finna í Hvernig á að afrita vistuð gögn um undirbúning aðgerðar í nýtt sett.

Hnappar

1. Add To Cart(setja í körfu): frátekið linsuígræði er sett í körfuna 2. Cancel (hætta við): hætt er við frátekið linsuígræði 3. Checkout (ljúka kaupum): opnar núverandi innkaupakörfu 4. Hjálp: veitir aðgang að leiðbeiningunum sem leiðbeina um notkun Stella™ ICL-skipulagskerfisins og reiknivélarinnar 5. Skipta um viðskiptavin eða skurðlækni: velja að skoða annan reikning viðskiptavinar eða annan lækni 6. Sign out (útskráning): skráir þig út af núverandi reikningi

alt_text

Stöðuvísar

Á síðunni með upplýsingum um frátektir milliliðalauss viðskiptavinar sýnir staðan núverandi stöðu frátekta. Möguleg staða frátekta er:

  • In cart (í körfu): Frátekna linsuígræðið er komið í innkaupakörfu og hægt er að ganga frá pöntun
  • Ordered (pantað): Frátekið linsuígræði hefur verið pantað
  • Canceled (hætt við): Hætt var við frátekt

Á síðunni með upplýsingum um frátektir skurðlækna sem panta í gegnum dreifingaraðila sýnir staðan núverandi stöðu frátekta. Möguleg staða frátekta er:

  • Pre-Order Reservation (forpöntuð frátekt): Það tókst að forbóka frátekt. Linsuígræðið verður áfram tekið frá í tiltekinn tíma, allt eftir gildandi samkomulagi á þínu svæði.
  • In Cart Pre-Order Reservation (forpöntuð frátekt í körfu): Frátekna varan er komin í innkaupakörfuna og hægt er að ganga frá forpöntun
  • In Cart Pre-Order (forpöntun í körfu): sem stendur er dreifingaraðilinn þinn með forpöntuðu vöruna í innkaupakörfunni sinni og hægt er að ganga frá pöntun
  • In cart (í körfu): Dreifingaraðilinn þinn hefur tekið frá linsuígræði sem er sem stendur í innkaupakörfu viðkomandi og hægt er að ganga frá pöntun

Á síðunni með upplýsingum um frátektir dreifingaraðila sýnir staðan núverandi stöðu frátekta. Möguleg staða frátekta er:

  • Pre-Order (forpöntun): skurðlæknirinn leggur inn forpöntunina
  • In Cart Pre-Order (forpöntun í körfu): forpantaða varan er komin í innkaupakörfuna og hægt er að ganga frá pöntun
  • In Cart Pre-Order Reservation (forpöntuð frátekt í körfu): sem stendur er skurðlæknirinn þinn með fráteknu vöruna í innkaupakörfunni sinni og hægt er að ganga frá forpöntun
  • In cart (í körfu): Frátekna linsuígræðið er komið í innkaupakörfu og hægt er að ganga frá pöntun
  • Ordered (pantað): Frátekið linsuígræði hefur verið pantað
  • Canceled (hætt við): Hætt var við frátekt