Raða og leita að frátektum
Sjálfgefið er að Reservations list (frátektalisti) sé flokkaður eftir nýjustu virkni efst. Hægt er að raða listanum í hækkandi eða lækkandi röð með því að smella á textann eða samsvarandi ör fyrir eftirfarandi flokka:
- Reserved (frátekin) dagsetning
- Number (númer frátektar)
- Patient ID (auðkenni sjúklings)
- Status (staða)
- Surgeon (skurðlæknir)
Til að leita að ákveðinni frátekt smellir þú á leitarreitinn og notar breytuna Reservation number (númer frátektar). Á síðunni birtist pöntun sem passar við breytuna sem var notuð.

Aðgangur að síðum með ítarupplýsingum
Reservations (frátektarflipinn) inniheldur textatengla sem hægt er að smella á til að skoða ítarlegri upplýsingar um frátekt, upplýsingar um sjúkling, pöntunarupplýsingar (ef við á) og upplýsingar um skurðlækni.

Hnappar
1. Select All (velja allt): mörg frátekin linsuígræði valin í einu til að bæta í körfuna eða hætta við að taka þau frá 2. Bæta í körfu: frátekin linsuígræði sett í innkaupakörfuna 3. Taka úr körfu: frátekin linsuígræði tekin úr innkaupakörfunni 4. Hætta við frátekt: hætt við að taka frá linsuígræði 5. Filters (síur): frátektir síaðar eftir skurðlækni (ef notandi er skráður inn á reikning viðskiptavinar með marga lækna), stofnanda og/eða frátektarstöðu 6. Export (flytja út): Excel-skýrsla með frátektalistanum búin til 7. Checkout (ljúka kaupum): opnar núverandi innkaupakörfu 8. Hjálp: veitir aðgang að leiðbeiningunum sem leiðbeina um notkun Stella™ ICL-skipulagskerfisins og reiknivélarinnar 9. Skipta um viðskiptavin eða skurðlækni: velja að skoða annan reikning viðskiptavinar eða annan lækni 10. Sign out (útskráning): skráir þig út af núverandi reikningi 11. Síðunúmer: fletta í gegnum mismunandi síður frátekta með því að smella á númer síðunnar eða örvahnappana

Stöðuvísar
Á frátektarlista milliliðalauss viðskiptavinar sýnir staðan núverandi stöðu frátekta. Möguleg staða frátekta er:
- Reserved (frátekin): Það tókst að taka vöruna frá. Linsuígræðið verður áfram tekið frá í tiltekinn tíma, allt eftir gildandi samkomulagi á þínu svæði.
- In cart (í körfu): Frátekna linsuígræðið er komið í innkaupakörfu og hægt er að ganga frá pöntun
- Ordered (pantað): Frátekið linsuígræði hefur verið pantað
- Canceled (hætt við): Hætt var við frátekt
Á frátektalista skurðlækna sem panta í gegnum dreifingaraðila sýnir staðan núverandi stöðu frátekta. Möguleg staða frátekta er:
- Pre-Order Reservation (forpöntuð frátekt): Það tókst að forbóka frátekt. Linsuígræðið verður áfram tekið frá í tiltekinn tíma, allt eftir gildandi samkomulagi á þínu svæði.
- In Cart Pre-Order Reservation (forpöntuð frátekt í körfu): Frátekna varan er komin í innkaupakörfuna og hægt er að ganga frá forpöntun
- In Cart Pre-Order (forpöntun í körfu): sem stendur er dreifingaraðilinn þinn með forpöntuðu vöruna í innkaupakörfunni sinni og hægt er að ganga frá pöntun
- In cart (í körfu): Dreifingaraðilinn þinn hefur tekið frá linsuígræði sem er sem stendur í innkaupakörfu viðkomandi og hægt er að ganga frá pöntun
Á frátektarlista dreifingaraðila sýnir staðan núverandi stöðu frátekta. Möguleg staða frátekta er:
- Pre-Order (forpöntun): skurðlæknirinn leggur inn forpöntunina
- In Cart Pre-Order (forpöntun í körfu): forpantaða varan er komin í innkaupakörfuna og hægt er að ganga frá pöntun
- In Cart Pre-Order Reservation (forpöntuð frátekt í körfu): sem stendur er skurðlæknirinn þinn með fráteknu vöruna í innkaupakörfunni sinni og hægt er að ganga frá forpöntun
- Reserved (frátekin): Það tókst að taka vöruna frá. Linsuígræðið verður áfram tekið frá í tiltekinn tíma, allt eftir gildandi samkomulagi á þínu svæði.
- In cart (í körfu): Frátekna linsuígræðið er komið í innkaupakörfu og hægt er að ganga frá pöntun
- Ordered (pantað): Frátekið linsuígræði hefur verið pantað
- Canceled (hætt við): Hætt var við frátekt
Athugasemd um frátekið linsuígræði
Athugaðu að munurinn á ávísunarupplýsingum, lengd og tegundarnúmeri frátekna linsuígræðisins og valda linsuígræðisins er rauðmerktur. Fyrir sjónskekkjulinsur er munur á kúlugildi, sívalningsgildi og öxulgildi linsuígræðisins valins linsuígræðis og frátekna linsuígræðisins litakóðaður. Fyrir bæði kúpt linsuígræði og sjónskekkjulinsuígræði er munur á lengd valins linsuígræðis og frátekins linsuígræðis einnig litakóðaður.