Hvernig á að opna innkaupakörfuna
Þegar búið er að bæta linsuígræðum eða framleiddum linsuígræðum í körfuna er hægt að fara í innkaupakörfuna til að skoða öll linsuígræðin. Til að skoða innkaupakörfuna þína smellir þú á græna hnappinn Checkout (ljúka kaupum) sem er efst til hægri á yfirlitsstikunni.

Á skjánum Shopping Cart (karfa) geturðu skoðað öll linsuígræði og fylgihluti (ef við á) í pöntuninni, raðað eftir sjúklingi. Með hverju linsuígræði fylgir einn stimpill með frauðoddi og SFC-45 hylki.
Fyrir lönd og reikninga sem geta pantað mörg linsuígræði: Ef þú ert með fleiri en eitt linsuígræði pantað fyrir auga sem á að gera aðgerð á verða Primary (aðallinsuígræði) og Additional/Backup (aukalegt/ til vara) merkt í innkaupakörfunni eftir því sem við á.
Linsuígræði sem eru sett í körfuna geta verið í innkaupakörfunni í allt að sjö daga. Sé ekki gengið frá kaupum á linsuígræðunum innan sjö daga eru þau fjarlægð sjálfkrafa úr innkaupakörfunni.

Hnappar
1. Add lens (Ný linsa): setja fleiri linsuígræði í körfuna fyrir sömu niðurstöðu 2. Remove (fjarlægja): fjarlægja linsuígræðið úr innkaupakörfunni 3. Continue shopping (versla meira): halda áfram að versla fyrir aðra sjúklinga í sömu innkaupum 4. Checkout (ljúka kaupum): fara í greiðsluferli til að ganga frá pöntun
Athugasemd til dreifingaraðila: Hnappurinn til að bæta við linsuígræði er ekki í boði fyrir dreifingaraðila.

Hnappar fyrir skurðlæknar sem panta í gegnum dreifingaraðila
1. Remove (fjarlægja): fjarlægja linsuígræðið úr innkaupakörfunni 2. Pre-Order (forpöntun): fara áfram í forpöntunarferlið 3. Continue shopping (versla meira): halda áfram að versla fyrir aðra sjúklinga í sömu forpöntunarlotu
